Bóka- og heimildasafn

Bóka- og heimildasafn

1.12.2015

Í Þjóðminjasafninu er rekið sérhæft bóka- og heimildasafn þar sem lögð er áhersla á varðveislu og miðlun efnis sem tengist rannsóknarsviðum stofnunarinnar. Helstu efnissvið eru norræn menningarsaga, fornleifafræði, þjóðháttafræði, textílfræði, safnafræði, forvarsla, byggingarlist og listiðnaður.

Bókakostur safnsins er um tuttugu þúsund rit, þar af um 300 tímaritatitlar. Auk þess tilheyrir því stórt safn smáprenta, skýrslur og handbækur. Bókasafnið er stærsta sérfræðisafn landsins á sviði forvörslu, safnafræði, textílfræði og fornleifafræði.

Safnið er aðili að Leitum/Gegni, samskrá íslenskra bókasafna, og er stærstur hluti þess skráður þar.

Heimildasafnið samanstendur af margvíslegum gögnum sem teljast til safnkosts Þjóðminjasafnsins eða eru heimildir um gripi, minjar og rannsóknir sem safnið varðveitir eða hefur staðið að og snertir alla munaflokka Þjóðminjasafnsins.

Bóka- og heimildasafnið er meðlimur í Arlis/Norden – samtökum listbókasafna á Norðurlöndum.

Bókasafn Þjóðminjasafnsins er skráð í Gegni og eru upplýsingar um safnkost þess aðgengilegar á www.gegnir.is Safnið er opið samkvæmt samkomulagi og er með aðsetur í rannsókna- og varðveislumiðstöð Þjóðminjasafnsins að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði. Bækur og gögn eru einungis lánuð á lesstofu. Hafið samband í síma 530-2200 eða á netfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is fyrir nánari upplýsingar.