Eldri sýningar

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

  • 22.10.2017, 15:00 - 17:00, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður þér að koma og skoða sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Jafnframt býðst gestum tækifæri á að hitta þá sem að sýningunni standa. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Saga og samtími Íslands hefur einkennst af þverþjóðlegum tengslum rétt eins og annarra landa í heiminum. Ísland hefur þannig verið vettvangur hreyfanleika fólks og hugmynda í gegnum aldir.

Þetta er mikilvægt að undirstrika á tímum þegar dagleg umræða byggir oft á þeirri hugmynd að fyrr á öldum hafi ólíkir hlutar heimsins verið einangraðir hverjir frá öðrum. Fordómar í íslensku samfélagi eru ekki heldur nýir því að Íslendingar hafa um aldir verið mótaðir af hnattrænum hugmyndum um kynþáttafordóma.

Sýningarhöfundar: Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir.
Sýningarhönnuðir: Phoebe Jenkins og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Sýningin er unnin í samstarfi við Háskóla Íslands og stendur yfir til 31. desember 2017.