Beiðni um sýnatöku á safnkosti

Beiðni um sýnatöku á safnkosti

9.5.2016

Þjóðminjasafn Íslands hvetur til rannsókna á safnkosti í vörslu þess enda draga rannsóknir fram þá þekkingu sem í honum er fólgin. Til þess að sækja um leyfi til sýnatöku er nauðsynlegt að fylla út þessa beiðni.

Reglur og leiðbeiningar

1. Beiðni um sýnatöku úr gripum (þ. m. t. beinum) ber að skila að lágmarki einum mánuði fyrir umbeðinn tíma. Beiðni verður svarað eins fljótt og auðið er, eigi síðar en mánuði eftir móttöku hennar.

2.Starfsmenn Þjóðminjasafnsins sjá ekkium að veljagripifyrir sýnatökur. Umsækjandi skal hafa skoðað gripina áður en beiðni um sýnatöku er skilað (Beiðni um aðgang að safnkosti til skoðunar). Nákvæmar upplýsingar um safnnúmer og heiti gripa er grundvöllur fyrir afgreiðslu umsóknar (6. Upplýsingar um safnkost).

3.Nákvæm rannsóknaráætlun skal fylgja beiðninni. Þar skal gerð grein fyrir markmiðum og tilgangi rannsóknarinnar. Tilgreina skal samstarfsaðila ef við á. Greina skal frá því hvers konar niðurstaðna og árangurs má vænta. Taka skal fram hvort umsækjendur hafi áður unnið að sambærilegri rannsókn (3. Rannsóknaráætlun).

4.Aðferðafræði við sýnatöku og greiningar skal lýst. Tilgreina skal hver muni taka sýnið og hvar æskilegt sé að sýnatakan fari fram. Gera skal grein fyrir stærð sýnis og hvaðan af gripnum sýnið verður tekið (4. Aðferðafræði við sýnatöku) og (5. Aðferðafræði við greiningu).

5.Vinnuaðstaða er í húsnæði munasafns Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði, panta skal tíma en aðstaðan er almennt aðgengileg milli 8 og 16 virka daga.

6.Samþykki umsóknar tekur aðeins til þess einstaklings eða einstaklinga sem nefndur/-ir er/-u í beiðni um sýnatöku.

Vinsamlega athugið:
Til að senda umsóknarformið er nauðsynlegt að vafrinn leyfi „kökur“. Gott er að ganga úr skugga um slíkt áður en formið er fyllt út til að koma í veg fyrir að innsláttur tapist.

Fylgdu þessum skrefum ef þú ert ekki viss um að vafrinn leyfi kökur:

  1. Uppi í hægra horni vafrans finnur þú tákn fyrir stillingar, oftast þrír punktar (…) eða þrjú strik.
  2. Smelltu og veldu „settings“ í fellilistanum.
  3. Finndu „privacy“ eða „security“.
  4. Þar ættir þú að geta valið „allow cookies“ eða „accept cookies“.
  5. Þá er að vista (eða bara fara til baka).
  6. Og nú er bara að fylla út umsóknina og senda án erfiðleika! 

Vinsamlegast fyllið inn í viðeigandi reiti

1. Upplýsingar um umsækjanda:

2. Upplýsingar um sýnatökuna:

Er búið að skoða og velja gripi/bein til sýnatöku?

Er búið að skoða og velja gripi/bein til sýnatöku?

Munu sýnin eyðist við greiningu?

Munu sýnin eyðist við greiningu?

3. Rannsóknaráætlun:

4. Aðferðafræði við sýnatöku:

6. Aðferðafræði við greiningu:

Upplýsingar um safnkost:

Skilmálar

  • 1. Allar beiðnir um sýnatökur eru metnar af starfsfólki Þjóðminjasafns Íslands. Sýnataka hefur varanleg áhrif á safngripi. Við mat á beiðnum mun Þjóðminjasafn Íslands meðal annars hafa í huga þarfir vísindasamfélagsins; siðareglur safna; áreiðanleika og reynslu af rannsóknaraðferðum; langtímavarðveislu safnkosts; möguleika á síðari rannsóknum og hvort samskonar rannsókn hafi áður verið gerð á safnkostinum.
  • 2. Ef um fjölda gripa er að ræða áskilur safnið sér rétt til að skipta afgreiðslu þeirra í minni hluta eftir samkomulagi við umsækjanda.
  • 3. Meðhöndla skal gripi af ýtrustu varkárni og fara eftir leiðbeiningum starfsfólks Þjóðminjasafns Íslands þar um.
  • 4. Sé óskað eftir því að sýnataka fari fram utan safnsins liggur endanleg ákvörðun þar að lútandi hjá starfsfólki Þjóðminjasafns, í samráði við rannsakanda.
  • 5. Hvar á grip sýni er tekið skal ákvarðast af mögulegum árangri greiningar, áhrifum á útlit gripsogmöguleikum á síðari rannsóknum á honum.
  • 6. Ljósmyndir skulu teknar af gripnum og af þeim stað á honum þar sem sýnið er tekið, bæði fyrir og eftirsýnatöku.
  • 7. Ónotuðum sýnum og sýnum sem eyðast ekki við greiningu skal skilað til safnsins þegar rannsókn lýkur.
  • 8. Afhenda skal Þjóðminjasafni afrit af þeim gögnum sem verða til við skoðunina. Þá er átt við ljósmyndir, teikningar, mælingar og niðurstöður. Afhenda skal Þjóðminjasafni eintak af ritgerðum og útgefnu efni þar sem fjallað er um athuganirnar á safnkostinum. Verði gögnin skráð í Sarp er vísað í heimild. Ef um umfangsmikla rannsókn er að ræða skal skila stuttri framvinduskýrslu á sex mánaða fresti eða eftir samkomulagi. Þjóðminjasafns Íslands skal getið við birtingu efnis er varðar safnkost þess.
  • 9. Ef rannsókninni er hætt áður en greiningum er lokið skal það tilkynnt Þjóðminjasafni og öllum sýnum skilað til safnsins. Greinargerð um sýnatökuna, ásamt myndum, skal fylgja með.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: